Erlent

Setti barnið í frystinn

Maðurinn viðurkenndi að vera ekki sérfræðingur í uppeldi barna.
Maðurinn viðurkenndi að vera ekki sérfræðingur í uppeldi barna. MYND/Heiða

Kanadískur maður sem vissi ekki hvað átti að gera þegar að tíu mánaða gamalt barn kærustu hans fékk hita setti það inn í frysti til þess að kæla það aðeins niður. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir glæpsamlegt gáleysi og að ráðast á barnið en móðirin bjargaði því þegar hún kom heim. Maðurinn hafði þá sett stúlkubarnið við hliðina á ísmolunum og hamborgurunum.

Hann sagðist þó hafa skilið hurðina eftir eilítið opna þó svo að móðirin fullyrði að hurðin hafi verið lokuð þegar hún kom heim. Maðurinn sagði lögreglu að stúlkan hefði aðeins verið um 40 sekúndur í frystinum áður en móðirin bjargaði henni. Hann viðurkenndi einnig að vera ekki sérfræðingur í uppeldi barna.

Hann hafði byrjað á því að setja þvottapoka á ennið á henni, þvínæst reynt að fara með hana út og var næstum því búinn að setja hana í kalt bað en ákvað á endanum og prófa að setja hana í frystinn. Stúlkan var aðeins í nærbol. Hún var á sjúkrahúsi tæpa viku vegna kuldasára á höfði og líkama og er nú í umsjón ömmu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×