Erlent

Google í slæmum málum á Ítalíu

Myndbandavefur Google er ástæða lögsóknanna.
Myndbandavefur Google er ástæða lögsóknanna. MYND/AP

Ítalskir saksóknarar eru iðnir við kolann en þeir hófu í dag rannsókn á því hvernig myndband, sem sýnir fjóra unglinga fara illa með einhverfan dreng, á myndbandavefsíðu Google. Eru tveir starfsmenn Google ákærðir fyrir að fylgjast ekki nógu vel með því hvers konar efni er sett inn á síðuna.

Myndbandið sýnir fjóra unglingsstráka gera grín að og berja á einhverfum og fötluðum bekkjarfélaga sínum og hefur valdið mikilli hneykslan á Ítalíu. Strákunum, sem og kennara þeirra, var öllum vikið úr skólanum til loka skólaársins. Google baðst afsökunnar á þessu og sagðist hafa tekið myndbandið af vef sínum um leið og þeir vissu af tilveru þess. Ítalskir saksóknarar segja að netfyrirtæki beri sömu ábyrgð og aðrir fjölmiðlar um að efni þeirra sé ekki ósiðlegt.

Sem stendur er einnig verið að lögsækja Google í Belgíu en málið þar snýst um brot á höfundarrétti þar sem stolin heimildarmynd var í stuttan tíma sett á myndbandavefsíðu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×