Innlent

Aðbúnaði ábótavant á leikskólum

MYND/NFS

Aðbúnaði er ábótavant á nánast öllum leikskólum á Norður- og Austurlandi samkvæmt nýrri könnun háskólanema.

Fjórir nemendur við Háskólann á Akureyri könnuðu aðbúnað 25 leikskóla á Akureyri, Húsavík, Suðárkróki og Egilsstöðum. Tíu leikskólar svöruðu og sýnir niðurstaðan að aðbúnaði er ábótavant í öllum tilvikum nema á einum leikskóla á Egilsstöðum.

Þórey Birna Jónsdóttir, nemi við leikskólabraut HA, er ein þeirra sem vann könnunina. Hún segir þau hafa kannað hluti eins og hæð borða, stóla og hvar dót sé geymt. Hvort að börnin komist í þroskaeflandi leikföng án mikillar stýringar. Þessu hafi verið ábótavant.

Ein skýringin á þessu er að úti á landi eru mörg börn á ólíkum aldursskeiðum vistuð undir einum hatti. Tölur Hagstofunnar segja að 68% barna á landinu innan við tveggja ára séu meira en átta tíma í vist daglega og það þykir verðandi leikskólakennurum fulllangur tími.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×