Innlent

Safnað fyrir hreinu vatni fyrir íbúa í Afríku

Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti.
Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti. MYND/AP

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag en í ár er verið að safna fjármunum í vatnsverkefni í Afríku. Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum. Um 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og veikist oft af menguðu vatni.

Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar eru í þremur löndum: Mósambík, Malaví og Úganda. Unnið er að því að útvega fólki drykkjarvatn en verkefnin eru nátengd fræðslu og framkvæmdum á sviði hreinlætis, fæðuöryggis og betri afkomu.

Gíróseðlum hefur verið dreift á öll heimili og söfnunarsími 907 2002 er opin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×