Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar 25. nóvember 2006 18:45 Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Vísir Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Jón Ásgeir Jóhannesson, systir hans Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson faðir þeirra, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, og Stefán Hilmarsson, endurskoðandi hafa lagt fram kæruna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur til rannsóknar hvort fimmmenningarnir hafi framið skattsvik og hafa þau meðal annars verið ákærð fyrir bókhaldsbrot og fjárdrátt. Þau telja yfirmenn efnahagsbrotadeildar hins vegar bullandi vanhæfa og í raun alla starfsmenn embættisins. Sindri Sindrason, talsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þau ekki treysta yfirmönnum embættisins til að fara hlutlaust með málið þar sem þeir séu í raun og veru búnir að taka ákvörðun um sekt. Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ritaði grein í Morgunblaðið fyrir skömmu þar sem hann sagði fjáraustur Baugsmanna í vörn sína kalla á viðbrögð yfirvalda. Sindri segir afstöðu yfirmanna embættisins koma glöggt í ljós í grein Arnars þar sem hann líkir Baugsmönnum við mafíósa. Ekki náðist í Jón H. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, í dag en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Fréttir Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira
Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Jón Ásgeir Jóhannesson, systir hans Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson faðir þeirra, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, og Stefán Hilmarsson, endurskoðandi hafa lagt fram kæruna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur til rannsóknar hvort fimmmenningarnir hafi framið skattsvik og hafa þau meðal annars verið ákærð fyrir bókhaldsbrot og fjárdrátt. Þau telja yfirmenn efnahagsbrotadeildar hins vegar bullandi vanhæfa og í raun alla starfsmenn embættisins. Sindri Sindrason, talsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þau ekki treysta yfirmönnum embættisins til að fara hlutlaust með málið þar sem þeir séu í raun og veru búnir að taka ákvörðun um sekt. Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ritaði grein í Morgunblaðið fyrir skömmu þar sem hann sagði fjáraustur Baugsmanna í vörn sína kalla á viðbrögð yfirvalda. Sindri segir afstöðu yfirmanna embættisins koma glöggt í ljós í grein Arnars þar sem hann líkir Baugsmönnum við mafíósa. Ekki náðist í Jón H. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, í dag en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira