Erlent

Yfir 200 manns jarðsettir í Írak

Yfir tvö hundruð manns voru bornir til grafar í Írak í dag eftir röð sjálfsmorðs- og bílaárásum súnnia í borginni Sadr á fimmtudaginn. Dagurinn var sá mannskæðasti frá upphafi stríðsins.

Hundruðir sungu og grétu þegar þeir gengu með kistum ástvina sinna á leið frá borginni Sadr til Najaf. Þrátt fyrir útgöngubann fyrirskipaði forsætisráðherrann lögreglu að gæta öryggis fólksins. Hinir látnu voru bornir til grafar í kirkjugarði í Najaf.

Í borginni söfnuðust Írakar saman í friðsælum mótmælum þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin berðist harðar gegn óöldinni. Konur og menn gengu með spjöld og borða með áletrununum um sameiningu Íraka og öryggi.

Fulltrúi öfgasinnaðra Shiaklerka Al-Jabiri heimsótti hina slösuðu í Sadr og ættingja hinna látnu, en reist voru tjöld fyrir ættingja sem bíða þess að líkin náist úr rústunum. Al Jabiri gagnrýndi ríkisstjórn Íraks fyrir vanmátt og sagði að á meðan hryðjuverk væru framin í landinu, væri engin ríkisstjórn. Hún ætti hins vegar að vera sterk og vernda öryggi íraskra borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×