Erlent

Fjölhæfir jólasveinar

Það þykir öruggt merki um að jólin séu í nánd, þegar ljós jólatrjáa eru tendruð. Í miðborg Chicago í Bandaríkjunum var í gær kveikt á þrjátíu metra háu jólatré við hátíðlega athöfn undir jólasöng og flugeldasýningu.

Í New York gengu hins vegar eitt hundrað jólasveinar um götur Manhattan og söfnuðu peningum fyrir fátæka og heimilislausa. Þetta er hundraðasta og sjötta árið sem gangstéttarjólasveinarnir fylkja liði og ganga til góðs.

Sumir jólasveinarnir eru þó fjölhæfari en aðrir. Þessum þótti eðlilegt að taka sundsprett með fiskum og sjávarskjaldbökum, í risafiskabúri sædýrasafnsins í Camden í New Jersey, áður en hann skellti sér á Norðurpólinn til að undirbúa gjafaflóð jólanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×