Erlent

Vopnahléi á Gasa ógnað

Palestínumenn skutu í það minnsta þremur eldflaugum á Ísrael í morgun, einungis nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé var samþykkt á milli aðilanna. Ein eldflauganna lenti í borginni Sdrot, án þess að vinna borgurum mein eða valda tjóni á byggingum. Hinn herskái armur Hamas og Islamskir öfgamenn hafa lýst ábyrgð á árásunum sem ógna nú vopnahléinu á Gasa, en það tók gildi klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Hamasliðar segja ástæðuna vera þá að ísraelskir hermenn hafi enn verið á Gasa. Bandaríkjamenn hafa fagnað vopnahléinu og segja það skref í rétta átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×