Innlent

RÚV frumvarpi breytt

Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað.

Upplýst hefur verið um að andstaða er innan stjórnarflokkana gegn frumvarpi um að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag. Síðustu mánuði hefur verið unnið að því að koma til móts við andstöðusjónarmiðin. Gerður var þjónustusamningur á milli RÚV og ríkis sem tryggja á aukið framlag til innlendrar dagskrárgerðar.

Frumvarpið er í meðförum menntamálanefndar á milli umræðna og herma heimildir fréttastofu að stefnt hafi verið að því að koma því úr nefnd í næstu viku og í umræðu svo hægt væri að afgreiða það sem lög fyrir jól.

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar upplýsti í þættinum Silfri Egils í dag að enn frekari breytingum á frumvarpinu. Sagði hann að sú skoðun beindist að stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og beindist meðal annars að takmörkun á auglýsingum á netinu, á kostun og á heildarhlutdeild RÚV af auglýsingamarkaði.

Björn Ingi Hrafnsson varaþingmaður framnsóknar hefur fullyrt að mikil andstaða sé við frumvarpið innan framsóknarflokksins. Raunar væri meirihluti innan flokksins andvígur því. Svo var að heyra á Birni Inga í Silfrinu í dag að fyrirhugaðar breytingar kynnu að duga til að sætta þá andstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×