Erlent

Neyðarfundur hjá COBRA vegna njósnaramáls

MYND/AP

John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar hjá svokallaðri COBRA-nefnd, sem fjallar um þjóðaröryggismál í í Bretlandi, vegna dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og rússnesku öryggislögreglunni.

Auk ráðherra eiga fulltrúar bresku leyniþjónustunnar og lögreglu sæti í COBRA og eftir því sem fram kemur á vef Sky-fréttastöðvarinnar ætlar hópurinn að meta hugsanlega hættu sem öðrum kunni að stafa af sams konar eitrun og dró Litvinenko til dauða.

Litvinenko lést á sjúkrahúsi á fimmtudagskvöld eftir að hafa innbryrt stóran skammt af geislavirka efninu póloníum 210 og leikur grunur á að honum hafi verið byrlað efnið. Litvinenko snæddi á tveimur stöðum í Lundúnum daginn sem hann veiktist og hafa leifar af póloníumi fundist á öðrum þeirra. Hafa heilbrigðisyfirvöld því hvatt alla sem sóttu staðina til að gefa sig fram svo hægt sé að rannsaka hvort fleiri hafi orðið fyrir eitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×