Óformlegar viðræður í bígerð 27. nóvember 2006 19:45 Óformlegar viðræður um varnarsamstarf við nágrannaríkin munu fara fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fagnaðarefni að Norðmenn hafi áhuga á að liðsinna Íslendingum en gagnrýnir ríkisstjórnina um leið fyrir framtaksleysi. Leiðtogafundurinn er haldinn í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sækja allir forsetar og forsætisráðherrar aðildarríkjanna 26. Ástandið í Afganistan, þar sem 32.000 hermenn á vegum NATO hafa átt verulega á brattann að sækja að undanförnu, verður án efa aðalumræðuefnið á fundinum en önnur mál mun vissulega bera á góma. Fulltrúar Íslands, þau Geir H. Haarde forsætisráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, ætla að efna þar til óformlegra viðræðna við leiðtoga nokkurra nágrannaríkja Íslands um varnarsamstarf, meðal annars Noreg, en vitað er um áhuga þessara frænda okkar á að taka að sér eftirlit með lofthelgi Íslands. Þessi áform falla í góðan jarðveg hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Össur segir að með þessu væri hægt að leysa ákveðinn hluta af öryggisþörfum Íslendinga á svipaðan hátt og hjá Eystrasaltslöndunum. Samstarf um björgunareftirlit á Norðurhöfum er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi vegna stóraukinna flutninga um þau hafssvæði. Spurður hvort eðlilegra væri að leita til fleiri ríkja en Noregs um samstarf segir Össur að slíkt væri óskandi, gallinn væri aðeins sá að ríkisstjórnin íslenska hefði ekki haft neitt frumkvæði að því að óska eftir slíku samstarfi, frumkvæðið hefði komið frá Norðmönnum. Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Óformlegar viðræður um varnarsamstarf við nágrannaríkin munu fara fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fagnaðarefni að Norðmenn hafi áhuga á að liðsinna Íslendingum en gagnrýnir ríkisstjórnina um leið fyrir framtaksleysi. Leiðtogafundurinn er haldinn í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sækja allir forsetar og forsætisráðherrar aðildarríkjanna 26. Ástandið í Afganistan, þar sem 32.000 hermenn á vegum NATO hafa átt verulega á brattann að sækja að undanförnu, verður án efa aðalumræðuefnið á fundinum en önnur mál mun vissulega bera á góma. Fulltrúar Íslands, þau Geir H. Haarde forsætisráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, ætla að efna þar til óformlegra viðræðna við leiðtoga nokkurra nágrannaríkja Íslands um varnarsamstarf, meðal annars Noreg, en vitað er um áhuga þessara frænda okkar á að taka að sér eftirlit með lofthelgi Íslands. Þessi áform falla í góðan jarðveg hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Össur segir að með þessu væri hægt að leysa ákveðinn hluta af öryggisþörfum Íslendinga á svipaðan hátt og hjá Eystrasaltslöndunum. Samstarf um björgunareftirlit á Norðurhöfum er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi vegna stóraukinna flutninga um þau hafssvæði. Spurður hvort eðlilegra væri að leita til fleiri ríkja en Noregs um samstarf segir Össur að slíkt væri óskandi, gallinn væri aðeins sá að ríkisstjórnin íslenska hefði ekki haft neitt frumkvæði að því að óska eftir slíku samstarfi, frumkvæðið hefði komið frá Norðmönnum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira