Erlent

Of þungar konur fá síður brjóstakrabbamein

MYND/Getty Images

Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að konur sem eru of þungar eiga minni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Þetta á þó aðeins við fyrir tíðaskipti en eftir þau eru þyngri konur líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein. Vísindamenn sögðust gáttaðir á þessu og að þetta gengi gegn flestum viðhorfum um góða heilsu. Þetta á við konur sem eru með yfir 30 í líkamsmassastuðul (e. Body Mass Index).

Eftir því sem konurnar voru yngri voru minni líkur á því að þær fengju brjóstakrabbamein. Vísindamenn héldu að þetta gæti verið vegna þess að of þungar konur þróa stundum með sér sjúkdóma sem hafa áhrif á hormónastarfsemi líkamans en í ljós kom að það hafði engin áhrif. Einnig gátu þeir þess að konur sem eru of þungar fari síður í brjóstaskoðun og það sé hugsanleg ástæða niðurstöðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×