Erlent

Correa nær öruggur um sigur

Rafael Correa, næsti forseti Ekvador.
Rafael Correa, næsti forseti Ekvador. MYND/AP

Talið er nær öruggt að hinn vinstri sinnaði Rafael Correa muni bera sigur af hólmi í forsetakosningunum í Ekvador sem fram fóru á sunnudaginn var. Eftir að búið er að telja hluta atkvæðanna er hann með 63% fylgi og næsti andstæðingur hans aðeins með um 37%. Huga Chavez, hinn vinstri sinnaði forseti Venesúela, er mikill vinur og stuðningsmaður hans og þykir þetta sigur fyrir hann líka en vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa átt góðu gengi að fagna í kosningum í Suður-Ameríku upp á síðkastið.

Chavez er líka þekktur fyrir mikið hatur á Bandaríkjunum og þá sérstaklega George W. Bush forseta þeirra, en Chavez hefur kallað hann djöfulinn sjálfan á fundum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Talið er þó að Correa muni ekki þjóðvæða olíufyrirtæki landsins og að hann sé jafnvel opinn fyrir hugmyndum erlendra fjárfesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×