Erlent

Öll rafmagnstæki sprungu

Brauðristir voru á meðal þeirra hluta sem sprungu í loft upp.
Brauðristir voru á meðal þeirra hluta sem sprungu í loft upp. MYND/Stefán

Íbúar þorpsins Tsarev Brod í Búlgaríu lentu í þeirri óþægilegu lífsreynslu um daginn að öll rafmagnstæki þeirra sprungu. Örbylgjuofnar, brauðristar, útvörp og sjónvörp sprungu öll í einu og skelkaðir íbúar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið.

Ástæðan fyrir þessu var að rafmagnsfyrirtækið sem sá bæjarbúum fyrir rafmagni sendi óvart allt of háan straum á þorpið. Opinber nefnd hefur verið skipuð til þess að rannsaka atvikið en bæjarbúar höfðu mánuðinn á undan verið í vandræðum vegna skorts á rafmagni. Hann var því fljótt leystur.

Breska dagblaðið Metro skýrði frá þessu á vefsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×