Innlent

Aftakaveður í Öræfasveit

Ökumaður flutningabíls treysti sér ekki lengra og var gerður út leiðangur að sækja hann.
Ökumaður flutningabíls treysti sér ekki lengra og var gerður út leiðangur að sækja hann. MYND/Gunnar

Aftaka veður gekk yfir Öræfasveit á Suðurströndinni í gærkvöldi og er talið að vindur hafi farið hátt í sjötíu metra á sekúndu í snörpustu vindhviðunum.

Möl og sand skóf yfir þjóðveginn og veg-stikur úr plasti lögðust niður. Ökumaður flutningabíls treysti sér ekki lengra og var gerður út leiðangur að sækja hann. Þrátt fyrir veðurofsann á þessum slóðum er ekki enn vitað um tjón af völdum hans, eða að nokkurn hafi sakað. Þegar hefur nokkuð lægt, en þó er spáð stormi á þessu svæði fram undir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×