Innlent

Geislvirk efni finnast víðar

Leifar af geislavirka efninu póloníum-210 fundust á tveimur stöðum til viðbótar í Lundúnum í gær. Efnið fannst í líkaman Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB, eftir lát hans.

Bresk stjórnvöld hvöttu almenning í gær til að sýna stillingu, eftir að þrír voru sendir á sérstaka rannsóknarstofu í Lundúnum, vegna hugsanlegrar geislunar í kjölfar dauða fyrrverandi njósnarans. Leifar af geislavirka efninu, sem fundust í líkama Litvinenkos, höfðu áður fundist á veitingastað og hóteli sem hann heimsótti daginn eftir að hann veiktist. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa hvatt þá sem farið hafa á staðina til að hafa samband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×