Erlent

NATO má ekki missa móðinn

Jaap de Hoop Scheffer, í Reykjavík
Jaap de Hoop Scheffer, í Reykjavík MYND/Valgarður Gíslason

Framkvæmdastjóri NATO segir að bandalaginu muni takast ætlunarverk sitt í Afganistan, og hvetur aðildarþjóðirnar til þess að missa ekki móðinn, þrátt fyrir aukin umsvif Talibana undanfarin misseri.

Jaap de Hoope Scheffer, sem nú er kominn til Lettlands til þess að sitja tveggja daga ráðstefnu leiðtoga NATO ríkjanna, sagði á fundi með fréttamönnum að bandalagið væri að hefja þjálfun afganskra hersveita og þær myndu fara að taka við öryggisgæslu í landinu árið 2008.

Framkvæmdastjórinn býst við að um það leyti geti NATO einnig farið að fækka í sautján þúsund manna gæsluliði sínu í Kosovo.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×