Erlent

Hvetur reiða þjóðina til þess að taka vel á móti páfa

Benedikt sextándi, páfi
Benedikt sextándi, páfi MYND/AP

Forsætisráðherra Tyrklands hefur hvatt þjóðina til þess að taka vel á móti Benedikt páfa sem kemur í opinbera heimsókn til landsins í dag. Margir Tyrkir eru páfa reiðir fyrir ummæli sem þeir túlka á þann veg að hann telji islam vera órökrétt og ofbeldisfulla trú.

Mótmælagöngur hafa verið farnar í Tyrklandi, til þess að mótmæla heimsókninni. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, ætlaði í fyrstu ekki að hitta Benedikt, og bar við önnum. Hann hefur hinsvegar breytt dagskrá sinni og mun taka á móti páfa á flugvellinum í Ankara, áður en hann heldur sjálfur til Lettlands, til að sitja ráðstefnu leiðtoga NATO ríkja.

Erdogan kveðst vonast til þess að heimsókn páfa stuðli að heimsfriði og betri skilnings milli menningarheima. Hann hvatti þjóðina til þess að taka á móti gestinum af þeirri hlýju og kurteisi sem sé Tyrkjum í blóð borin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×