Innlent

Sigrún tekur líklega við stöðu bæjarstjóra

Sigrún Björk verður líklega næsti bæjarstjóri á Akureyri.
Sigrún Björk verður líklega næsti bæjarstjóri á Akureyri.

Gengið verður frá bæjarstjóraskiptum á Akureyri á morgun. Samfylkingin, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar styður Sigrúnu Björk til starfans.

Þetta staðfestu samfylkingarmenn á Akureyri sem fréttastofa ræddi við í dag. Búist er við að á morgun verði formlega afgreitt að Sigrún Björk taki við af Kristjáni Þór Júlíussyni og verður Sigrún fyrsta konan til að gegna stöðu bæjarstjóra á Akureyri. Kristján Þór segir af sér vegna þingstarfa framundan en sjálfstæðismenn velja úr eigin röðum bæjarstjóra fyrstu þrjú árin samkvæmt meirihlutasamningnum.

Samfylkingin með Hermann Jón Tómasson í broddi fylkingar ræður bæjarstjórastólnum síðasta árið, það er frá 2009-2010. Það liggur því fyrir að þrír bæjarstjórar skipta með sér störfum á þessu kjörtímabili. Kristján Þór, Sigrún Björk og væntanlega Hermann Jón Tómasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×