Innlent

Helgi Magnús tekur við efnahagsbrotadeildinni

Helgi Magnús Gunnarsson tekur við starfi yfirmanns efnahagsbrotadeildar.
Helgi Magnús Gunnarsson tekur við starfi yfirmanns efnahagsbrotadeildar. MYND/Vilhelm

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, tekur við embætti saksóknara efnahagsbrota og yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í tenglsum við umfangsmiklar skipulagsbreytingar á löggæslumálum.

Eins og greint var frá í fréttum NFS í gær hættir Jón H.B. Snorrason sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar og tekur við embætti aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Hann mun jafnframt stýra lögfræði- og ákærusviði embættisins eftir því sem fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins.

Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglunni í Reykjavík, tekur við starfi Helga Magnúsar á skrifstofu ríkissaksóknara á sama tíma en hann mun þó starfa fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið fyrri hluta næsta árs að ýmsum sérverkefnum á vegum lagaskrifstofu ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×