Innlent

Tap OR 1,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

MYND/Róbert

Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam rúmum 1,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins rúmir 3,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Fram kemur í uppgjöri Orkuveitunnar að helsta skýringin á mismuninum sé gengistap vegna langtímaskulda, en það hljóðar upp á rúmlega 5,7 milljarða króna. Tekjur Orkuveitunnar á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu rúmlega 12,3 milljörðum króna og var hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármangsliði og skatta 5,6 milljarðar króna. Þá námu heildareignir Orkuveitunnar nærri 124 milljörðum króna en þær voru 88 milljarðar í lok september í fyrra. Eignirnar hafa því aukist um tæplega 44 milljarða á einu ári. Á móti kemur að heildarskuldir hafa aukist um 25 milljarða milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×