Erlent

Hvítglóandi af reiði yfir brottför útvarpsstjóra

Útvarpsstjóri BBC, Michael Grade, hefur flutt sig yfir til hinnar einkareknu sjónvarpsstöðvar ITV, sem er sagt mikið áfall fyrir BBC og fjöður í hatt keppinautarins.

Grade var ráðinn yfirstjórnandi BBC árið 2004 til þess að koma stöðinni á réttan kjöl eftir heiftarlegar deilur við ríkisstjórnina vegna fréttaflutnings af aðdraganda írakstríðsins. Michael Grade er almennt álitinn kraftaverkamaður, í breskum fjölmiðlum.

BBC segir opinberlega að brotthvarfið komi á óvart og valdi vonbrigðum. Fyrrverandi viðskiptaritstjóri stöðvarinnar segir hinsvegar að þar sé allt brjálað, og að stjórn BBC sé hvítglóandi af reiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×