Erlent

Abbas gefst upp á stjórnarmyndun með Hamas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna MYND/AP

Forseti Palestínu hefur tilkynnt konungi Jórdaníu að viðræðurnar við Hamas, um þjóðstjórn, hafi farið út um þúfur og hann munu nú leita annarra leiða til að mynda ríkisstjórn. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum palestinskum embættismanni.

Mahmoud Abbas, forseti, hefur vikum saman reynt að ná samkomulagi um þjóðstjórn við Hamas, þar sem núverandi ríkisstjórn nýtur ekki viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Það er vegna harðlínustefnu Hamas, sem hvorki vill afneita ofbeldi né viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Nýjasta strandið í viðræðunum mun vera það að Hamas krefst þess að fá bæði innanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, sem Abbas telur að gera út um alla möguleika á að ríkisstjórnin yrði tekin í sátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×