Erlent

Actavis hyggur á útrás í Þýskalandi

Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, hyggur á útrás í Þýskalandi.
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, hyggur á útrás í Þýskalandi. MYND/VA

Þýskt dagblað greindi frá því í dag að lyfjarisinn Actavis ætlaði sér frekari fjárfestingar þar í landi. Vitnaði blaðið í viðtal við Róbert Wessmann, forstjóra Actavis, þar sem hann sagði að fyrirtæki myndi tilkynna um nýjar fjárfestingar fyrir jól. Það var aðeins fyrir viku síðan að Actavis keypti rússneska lyfjafyrirtækið ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða íslenskra króna.

Róbert sagði hins vegar að þeir myndu að öllum líkindum ekki taka yfir þýska lyfjafyrirtækið Stada vegna hás gengi þess um þessar mundir, en miklar vangaveltur hafa verið í Þýskalandi þess efnis. Sagði Róbert hins vegar að þeir myndu kaupa smærri fyrirtæki sem væru um leið hagstæðari fyrir Actavis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×