Erlent

Sigríður Dúna afhendir trúnaðarbréf

Sigríður Dúna er hér á ferðalagi í Mósabík.
Sigríður Dúna er hér á ferðalagi í Mósabík. MYND/Vísir

Föstudaginn 24. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í bústað forseta í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku.

Í ávarpi sínu sagði Sigríður Dúna að Íslendingar skildu vel baráttu Suður-Afríkumanna fyrir frelsi og lýðræði, enda væri ekki langt síðan Íslendingar hefðu sjálfir háð sína sjálfstæðisbaráttu. Þeir hefðu hins vegar verið svo lánsamir að hafa náð árangri með orðum og án vopnaðra átaka og það væri reynsla sem Íslendingar gætu miðlað öðrum þjóðum í stríðshrjáðum heimi, meðal annars með setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Mbeki tók undir orð Sigríðar Dúnu og sagði öllu máli skipta að stöðva blóðsúthellingar hvar sem væri í heiminum. Forsetinn og sendiherrann ræddu einnig stöðu kvenna í Afríku og leiðir til úrbóta á þeim vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×