Erlent

Frelsi á internetinu

Stjórnvöld í Kína takmarka það efni sem fólk þar getur skoðað. Með nýja forritinu gæti fólk þar öðlast frelsi á netinu á ný.
Stjórnvöld í Kína takmarka það efni sem fólk þar getur skoðað. Með nýja forritinu gæti fólk þar öðlast frelsi á netinu á ný. MYND/Einar

Kanadískir tölvufræðingar hafa búið til forrit sem mun gera notendum þess kleift að komast fram hjá eldveggjum ríkisstjórna á internetinu sem þýðir að fólk í löndum sem takmarka aðgang að efni á internetinu gæti skoðað hvað sem það vildi.

Forritið, sem heitir Psiphon, var þróað af sérfræðingum við háskólann í Toronta og á að virka þannig að notendur í löndum sem hafa ótakmarkaðan aðgang að efni á internetinu geta búið til notendareikning og aðgangsorð að sinni eigin tölvu og síðan komið því í hendur einhvers í Kína, en þar er velflest það efni sem er á internetinu bannað. Notandinn í Kína myndi síðan tengjast tölvu þess sem er á vesturlöndum með því að nota notendareikninginn og síðan fara á netið í gegnum þá tölvu.

Þetta kemur í veg fyrir að stjórnvöld geti fylgst með internetnotkun fólks. Vondu fréttirnar eru hins vegar að sums staðar gæti verið ólöglegt að nota forritið og fólk því farið í fangelsi. Þeir sem bjuggu til forritið viðurkenna að það geti stangast á við gildi og lög annarra ríkja en telja engu að síður að því verði að koma til almennings.

Forritið verður fáanlegt frítt á netinu frá og með næstkomandi föstudegi á slóðinni http://psiphon.civisec.org.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×