Erlent

Býflugur í bandaríska herinn

Fólk ætti að hlaupa þegar það sér býflugur í framtíðinni því hún gæti eins fundið lykt af sprengju.
Fólk ætti að hlaupa þegar það sér býflugur í framtíðinni því hún gæti eins fundið lykt af sprengju. MYND/Vísir

Bandaríski herinn er farinn að þjálfa nýja tegund af hermönnum. Og með nýrri tegund er átt við aðra tegund en mannkynið því nýju hermennirnir eru býflugur. Rannsóknarstofnun bandaríska hersins skýrði frá því í gær að þeim hefði tekist að þjálfa venjulegar býflugur til þess að finna lykt af mörgum tegundum af sprengiefni og að leita það uppi.

Reikna þeir með því að þessi uppgötvun geti nýst bandaríska hernum í Írak og Afganistan þar sem býflugurnar eiga að þefa uppi sjálfsmorðsprengjumenn sem og jarðsprengjur. Búist er við því að býflugunum verði borgað með hunangi eða sykri uppleystum í vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×