Viðræður við Dani og Kanadamenn um samstarf hefjast á næstu vikum 29. nóvember 2006 11:04 Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs um samstarf landanna í öryggis- og varnarmálum í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi. Valgerður sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún og Störe hafi fyrst og fremst rætt æfinga- og eftirlitsflug Norðmanna í íslenskri lofthelgi og var ákveðið að norskir embættismenn kæmu til landsins í næsta mánuði til þess að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli í tenglsum við það. Áður hefur komið fram að viðræður íslenskra og norskra stjórnvalda um samstarf í varnarmálum hefjist í næsta mánuði. Þá ræddi Valgerður einnig við Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands, og lýsti hann áhuga á því að koma til Íslands til viðræðna í byrjun næsta árs um hugsanlegt varnarsamstarf. Valgerður ræddi einnig við Peter Gordon MacKay, utanríkisráðherra Kanada, og Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóra í danska utanríkisráðuneytinu, og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að ráðherra hafi einnig átt tvíhliða fund með Mihai Razvan Ungureanu, utanríkisráðherra Rúmeníu og rætt stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Í gær heimsótti utanríkisráðherra Latekóbanka í Ríga og verslun 66° Norður, en bæði fyrirækin eru í eigu Íslendinga. Síðdegis heldur utanríkisráðherra til Litháen. Fréttir Stj.mál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs um samstarf landanna í öryggis- og varnarmálum í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi. Valgerður sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún og Störe hafi fyrst og fremst rætt æfinga- og eftirlitsflug Norðmanna í íslenskri lofthelgi og var ákveðið að norskir embættismenn kæmu til landsins í næsta mánuði til þess að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli í tenglsum við það. Áður hefur komið fram að viðræður íslenskra og norskra stjórnvalda um samstarf í varnarmálum hefjist í næsta mánuði. Þá ræddi Valgerður einnig við Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands, og lýsti hann áhuga á því að koma til Íslands til viðræðna í byrjun næsta árs um hugsanlegt varnarsamstarf. Valgerður ræddi einnig við Peter Gordon MacKay, utanríkisráðherra Kanada, og Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóra í danska utanríkisráðuneytinu, og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að ráðherra hafi einnig átt tvíhliða fund með Mihai Razvan Ungureanu, utanríkisráðherra Rúmeníu og rætt stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Í gær heimsótti utanríkisráðherra Latekóbanka í Ríga og verslun 66° Norður, en bæði fyrirækin eru í eigu Íslendinga. Síðdegis heldur utanríkisráðherra til Litháen.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira