Erlent

Var Stonehenge heilunarmiðstöð ?

Stonehenge
Stonehenge

Breskur prófessor í fornleifafræði hefur sett fram þá kenningu að hið fornfræga mannvirki Stonehenge hafi í upphafi verið lækningastaður, hvert menn komu til þess að fá bót meina sinna. Helstu samlíkinguna sé að finna í kraftaverkastaðnum Lourdes, í Frakklandi.

Mestalla tuttugustu öldina hafa fornleifafræðingar velt því fyrir sér, hvað fékk frumstæðar manneskjur til þess að leggja út í það ofurverk að flytja risastórar steinblokkir 400 kílómetra leið frá Wales, til þess að reisa merkilegasta forsögulega minnismerki Bretlandseyja.

Stonehenge var reist í áföngum frá því þrjúþúsund fyrir Krist til sextánhundruð fyrir Krist. Sú skýring sem flestir eru sáttir við er sú að fólkið hafi viljað heiðra forfeður sína. Timothy Darvill, prófessor í fornleifafræði við háskólann í Bournemouth, setur fram kenninguna um lækningamiðstöðina, í nýrri bók.

Máli sínu til stuðnings bendir hann, meðal annars, á að grafreitir frá því um 2300 fyrir Krist, í grennd við Stonehenge, hafi verið vandlega rannsakaðir. Margir þeir sem þar hvíli hafi verið veikir þegar þeir létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×