Erlent

Stuðningsmenn al-Sadrs mótmæla fundi Malikis með Bush

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, kemur til Amman fyrr í dag.
Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, kemur til Amman fyrr í dag. MYND/AP

Ráðherrar og þingmenn sem hliðhollir eru sjíaklerknum Muqtada al-Sadr hafa sagt sig úr ríkisstjórn Íraks og hætt þátttöku í starfi írakska þingsins til þess að mótmæla fundi forsætisráðherrans Nouris al-Malikis með George Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu.

Í tilkynningu frá þingmönnunum þrjátíu og fimm ráðherrum kemur fram að með fundinum sé al-Maliki að storka íröksku þjóðinn og brjóta gegn stjórnarskrá landsins. Engar frekari skýringar voru gefnar í tilkynningunni.

Al-Maliki og Bush funda í dag á morgun í Amman í Jórdaníu um leiðir til þess að binda endi á átökin í Írak sem hafa kostað hundruð manna lífið undanfarna daga, þar af ríflega 200 sjíar í árásum í Bagdad á fimmtudag. Sjíaklerkurinn Al-Sadr er svarinn óvinur Bandaríkjanna og stjórnar Mehdi-hersveitunum sem tekið hafa þátt í átökunum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×