Viðskipti erlent

Spá hærri verðbólgu á evrusvæðinu

Reiknað er með að verðbólga verði 1,8 prósent á evrusvæðinu í nóvember, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birt var í dag. Þetta er 0,2 prósenta hækkun  frá mánuðinum á undan.

Til samanburðar mældist 7,3 prósenta verðbólga hér á landi í nóvember. Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli mánaða en gangi spáin eftir verður verðbólgan hér 7,0 prósent í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×