Erlent

Bush hittir forsætisráðherra Íraks

Viðbrögð almennings í Írak eru blendin eftir fund Bush Bandaríkjaforseta og Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Eftir fundinn tilkynnti Bush að ákveðið hefði verið að flýta því að öryggismál yrðu í umsjá Írakshers. Þá sagði hann að bandarískt herlið yrði áfram í Írak eins lengi og forsætisráðherrann óskaði eftir. Bush og Al-Maliki útilokuðu enn frekar að sjálfstæð ríki yrðu stofnuð innan Íraks. Leiðtogar sjía og súnnía leggja lítið upp úr orðum Bush og segja viðræðurnar enga lausn á málefnum Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×