Innlent

Andstaða gegn aðild að hernaði

Stjórnarandstaðan er andvíg því að Íslendingar taki þátt í hernaðaraðgerðum NATO í Afganistan með loftflutningum á tækjum og mannskap, eins og forsætisráðherra boðaði á leiðtogafundi bandalagsins í Ríga í gær.

Eitt aðalmál leiðtogafundar NATO í Riga er staða bandalagsins í Afganistan en verkefnið þar er prófsteinn á vilja aðildarríkjanna til að standa saman að aðgerðum utan hefðbundins varnarsvæðis bandalagsins.

Tregða hefur verið meðal sumra þjóða, eins og þjóðverja að setja eigin hermenn á svæði þar sem meiri hætta er á mannskaða. Geir Haarde, forsætisráðherra boðaði í gær að ísland myndi taka þátt í verkefni NATO með loftflutningum, en til þessa hefur hlutur íslands í aðgerðum í Afganistan verið að beinast að óvopnuðum borgaralegum verkefnum.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna telur að það sé ekki rétt af íslendingum að taka þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að íslendingar eigi ekki að skorast undan en rétt sé að einbeita sér að borgarlegum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×