Viðskipti erlent

Hagvöxtur á Indlandi umfram væntingar

Úr kauphöllinni á Indlandi.
Úr kauphöllinni á Indlandi. Mynd/AFP

Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum hagstofu Indlands. Þetta er langt umfram væntingar greiningaraðila.

Vísitala framleiðslu jókst um 13,9 prósent á tímabilinu en vísitala framleiðslukostnaðar um 11,9 prósent.

Að sögn breska ríkisútvarpsins er Indland fjórða stærsta hagkerfi Asíu með 8 prósenta hagvöxt að meðaltali síðastliðin þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×