Viðskipti erlent

Þjóðverjar vilja hækka eftirlaunaaldur

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Mynd/AP

Ríkisstjórn Þýskalands er sögð hafa á áætlun sinni að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67. Með þessu er horft til þess að draga úr kostnaði úr lífeyrisgreiðslum ríkisins. Málið, sem hefur mætt harðri andstöðu verkalýðsfélaga, hefur enn ekki verið lagt fyrir þýska þingið.

Breska ríkisútvarpið segir þýsk stjórnvöld vera með þessu bregðast við hærri meðalaldri Evrópubúa. Horfi fleiri Evrópuríki til þess að hækka lífeyrisaldur.

Þá mun ríkisstjórnin sömuleiðis hafa á áætlun sinni að reyna að fá þá, sem nú þegar hafa hafið töku lífeyris, til að fara aftur á vinnumarkaðinn. Vitnað er til Franz Møntefering, vinnumálaráðherra Þýskalands, sem segir að einungis 45 prósent Þjóðverja yfir 55 ára sé á vinnumarkaði.

BBC hefur sömuleiðis eftir hagstofu Þýskalands að gert sé ráð fyrir því að fólk sem verði 65 árið 2050 megi búast við að lifa 4,5 árum lengur en núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×