Innlent

Margréti sagt upp hjá Frjálsynda flokknum

MYND/Hari

Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslyndaflokksins, var í gærkvöldi sagt upp starfinu en hún er jafnframt framkvæmdastjóri flokksins sjálfs.

Hún segir í viðtali við Morgunblaðið að Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, hafi ritað sér bréf í gær og tilkynnt henni að það samrýmdist ekki starfi hennar sem framkvæmdastjóra flokksins að bjóða sig fram til setu á Alþingi, eins og hún fyrirhugar, og síðan hafi uppsagnarbréfið komið seint í gærkvöldi.

Hún segist ekki í vafa um að uppsögnin stafi af því að hún hafi mótmælt rasískum hugmyndum Jóns Magnússonar, eins og hún orðar það við Morgunblaðið, og ætlar að leggja málið fyrir miðstjórn flokksins.

Guðjón A. Kristinsson, formaður flokksins, sagði í Íslandi í bítið nú í morgun að þetta ætti ekki að hafa komið henni á óvart og að þetta sé ekki ný hugmynd í þingflokknum. Hann sagðist ekki vilja að hún færi úr flokknum. Hann taldi eðlilegt að hún byði sig fram í Reykjavík suður eins og til stendur en flokkurinn vildi ekki að þingmaður gengdi líka launuðu starfi framkvæmdastjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×