Tólf mótmælendur sektaðir vegna aðgerða á álverslóð 1. desember 2006 08:38 Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur. Lög og regla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur.
Lög og regla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira