Innlent

Rúmenar dæmdir fyrir hraðbankasvindl

Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta.
Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta. MYND/Vísir

Tveir Rúmenar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa sett upp leynilegan afritunarbúnað á hraðbanka til að afrita banka- og greiðslukortanúmera viðskiptavina. Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta.

Mennirnir frömdu brotin í október og nóvember. Þeir settu upp leynilegan afritunarbúnað á þrjá hraðbanka, falskt lyklaborð og skynjara fyrir segulrönd bankakorta, í því skyni að afrita númer banka- og greiðslukortareikninga viðskiptavina og aðgangsnúmer að reikningunum. Mönnunum tókst að afrita að minnsta kosti tuttugu reikingsnúmer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×