Innlent

Meirihluti sprakk í Árborg

Slitnað hefur upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sveitarfélaginu Árborg. Báðir aðilar segja að trúnaðarbrestur hafi verið viðvarandi frá kosningunum í vor. Meðal annars steytti á kröfu framsóknarmanna um að hækka laun bæjarfulltrúa.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa af níu í kosningunum í vor og myndaði meirihluta með tveimur fulltrúum Frtamsóknar. Uppúr þessu samstarfi slitnaði í dag og segir Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðimanna að trúnaðarbrestur hafi verið viðvarandi allt frá því samstarfið hófst að loknum kosningum. Hún segir að Framsóknarmenn hafi ekki unnið af heilindum í samstarfinu. Hún segir janframt að ágreiningur hafi verið um skipulagsmál og hafi Framsóknarmenn viljað vinna á því sviði með ófaglegri stjórnsýslu að leiðarljósi, meðal annars með því að hunsa Skllipulagsstofnun.

Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsókanrmanna tekur undir það að trúnaðarbrestur hafi verið í viðvarandi í samstarfinu og hann hafi staðið öllu starfi fyrir þrifum. En hann vísar á bug ásökunum um ófaglega stjórnsýslu.

Heimildir Fréttastofu Stöðvar 2 herma að Sjálfstæðismenn hafi ekki viljað fallast á kröfu Framsóknarmanna um hækkun launa til bæjarfulltrúa. Með því hafi uppúr soðið. Þorvaldur staðfestir að Framsóknarmenn hafi viljað hækka launin - en segir þetta leiðréttingu launa sem ekki hafi hækkað í fjögur ár.



Ekki er ljóst hverjir munu mynda nýjan meirihluta í Árborg en Sjálfstæðismenn eiga þann mögulega að mynda meirihluta bæði með Vinstri Grænum og Samfylkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×