Erlent

South Park er heimspekilegur þáttur?

Þeir félagar í South Park þáttunum eiga víst margt skylt með John Stuart Mills og Sókratesi.
Þeir félagar í South Park þáttunum eiga víst margt skylt með John Stuart Mills og Sókratesi. MYND/Reuters

Nýlega var gefin út heimspekibók sem fjallar um South Park sjónvarpsþættina. Hún er hins vegar ekki að gera lítið úr þáttunum heldur fjallar bókin um að South Park þættirnir séu í raun og veru mjög í ætt við heimspeki kunnra fræðimanna eins og John Stuart Mills, sem skrifaði Frelsið, og Sókratesar.

Höfundurinn segir að þættirnir taki á þjóðfélagslegum og erfiðum vandamálum og séu að reyna að komast að því hver sannleikurinn sé í öllu þessu. Hann bætir við að South Park þættirnir snúist líka um að gera heiminn að betri stað en þeir fari bara óhefðbunda leið að takmarki sínu.

Þátturinn, sem á heimsmet í því að segja flest blótsyrði í einum þætti, eða 156 sinnum, er því ekki bara innantómt grín. Næst þegar þú horfir á þáttinn um Paris Hilton, sem hét á frummálinu "Stupid Spoiled Whore Video Playset" skaltu leiða að því hugann að Matt Parker og Trey Stone, skaparar þáttanna, eru að reyna að gera heiminn að betri stað.

Vefsíða breska dagblaðsins Metro skýrir frá þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×