Handbolti

Valur lagði Fylki örugglega af velli

Markús Máni Michaelsson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn í dag.
Markús Máni Michaelsson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn í dag.

Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik.

Valur er nú komið með 14 stig í 1. sæti en HK kemur næst með 13 stig. HK á hins vegar leik til góða gegn Stjörnunni á morgun.´

Markús Máni Michaelsson var markahæstur Valsmanna með níu mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk, eins og Ingvar Árnason og Hjalti Pálmason. Bestur Vals var hins vegar markvörðurinn Pálmar Pétursson sem varði alls 27 skot.

Hjá Fylki var Eymar Kruger atkvæðamestur með átta mörk. Fylkir er í sjöunda og næstneðsta sæti DHL-deildarinnar með 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×