Erlent

Tvennir síamstvíburar skildir að

Það er ekki á hverjum degi sem síamstvíburar eru skildir að, hvað þá tvennir. Það gerðist þó í vikunni þegar læknar í Kína gerðu skurðaðgerð á 28 daga gömlum systrum frá Fujian-héraði sem voru samvaxnar á búknum. Um svipað leyti hófu sádiarabískir læknar að skilja að írösku systurnar Fatimu og Zöhru en þær eru tíu mánaða gamlar. Þær eru einnig vaxnar saman frá hálsi niður í nára og deila því ýmsum mikilvægum líffærum. Í næsta mánuði ætla kínverskir læknar svo að gera skurðaðgerð á litlum dreng sem er með svonefnt hafmeyjuheilkenni en fótleggir hans eru fastir saman. Hann fannst yfirgefinn fyrir utan sjúkrahús í Hunan-héraði í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×