Innlent

Aðskilja þarf akreinar til að fækka banaslysum

27 hafa látist í banaslysum á þessu ári. Framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa að aðgreina þurfi akreinar á Suðurlands- og Vesturlandsvegi sem fyrst.

Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir tölurnar sýna að sá árangur sem hafi verið að , í fækkun banaslysa, hafi ekki náðst. Hann segir nauðsynlegt að skilja að akreinar á Suðurlands- og Vesturlandsvegi til að fækka banaslysum og öðrum alvarlegum slysum. Við framanákeyrslur verða yfirleitt mjög alvarleg slys en með því að aðskilja akreinar sé hægt að fækka þeim. Ágúst segir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar að hluta sýna árangur sem ekki sé hægt að horfa framhjá. Á þeim kafla hefur ekki orðið banaslys síðan hann var tvöfaldaður. Það sama á við vegkafla á Suðurlandsvegi þar sem er svokallaður tveir plús einn vegur sem skilinn er að með vír. Ágúst segir marg oft hafa verið rætt um þetta en nú segir hann verkin þurfa að fara að tala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×