Erlent

EU og Kasakstan í samstarf

Fulltrúar í OSCE hittust í morgun og ræddu um Kasakstan.
Fulltrúar í OSCE hittust í morgun og ræddu um Kasakstan. MYND/AP

Evrópusambandið samþykkti í dag samning um að hefja samstarf við Kasakstan í kjarnorkumálum en landið er þriðji stærsti framleiðandi úrans. Samningurinn kveður á um samstarf á friðsamlegri nýtingu kjarnorku á sviðum eins og öryggismálum, rannsóknum og þróunum sem og viðskiptum með kjarnaefni hvers konar.

Forseti Kasakstan, Nursultan Nazarbayev, mun síðan skrifa undir samkomulagið í opinberri heimsókn sinni til Belgíu síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×