Innlent

Þrír bæjarstjórar á fullum launum í Árborg

MYND/Vísir

Eftir sviftingar í bæjarstjórn Árborgar og bæjarstjóraskipti í gær, er komin upp sú staða að þrír bæjarstjórar eru nú á fullum launum í Árborg.

Einar Njálsson, sem var bæjarstjóri fram að síðustu kosningum, er á biðlaunum út árið, Stefanía K. Karlsdóttir, sem var ráðin bæjarstjóri í sumar í stað Einars, þiggur biðlaun frá og með gærdeginum í hálft ár að minnsta kosti, og Ragnheiður Hergeirsdóttir þiggur svo laun sem nýr bæjarstjóri frá og með gærdeginum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×