Tónlist

Tvennir jólatónleikar í Norræna húsinu

Norræna húsið
Norræna húsið MYND/nordice.is

Á aðventunni verða tvennir jólatónleikar í Norræna Húsinu VOX BOREALIS - "Raddir norðan vindsins" halda tónleika í anddyrinu á fimmtudaginn 7. desember. Á Sunnudaginn 17. desember í sal Norræna hússins verða jólatónleikar 15:15 hópsins "Það besta við jólin".

Á fimmtudaginn 7. desember kl. 12:15 verður VOX BOREALIS - "Raddir norðan vindsins" í anddyri Norræna hússins. Þetta er kór skipaður ungmennum úr Nordklúbbum Norræna félagsins sem mun syngja norræn jólalög. Stjórnandi kórsins er Sólveig Sigurðardóttir.

Engin aðgangseyrir verður á tónleikana.

Á sunnudaginn 17. desember kl. 15:15 í sal Norræna hússins verður "Það besta við jólin" Jólatónleikar 15:15 hópsins. Þórunn Guðmundsdóttir og fleiri flytja jólalög Þórunnar. Miðaverð á tónleikana er kr. 1500 og kr. 750 fyrir eldri borgara og nemendur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×