Erlent

Bandaríkin búast ekki við samkomulagi

Háttsettur embættismaður Bandaríkjastjórnar sagði fyrir stórveldafund, sem fram fer í París í dag, að ekki væri búist við því að sátt myndi nást um hugsanlegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar Írans.

„Ég býst ekki við því að höggvið verði á hnútinn en þetta er engu að síður mikilvægur fundur. Það er kominn tími til þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki ályktun um Íran.­­" sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns. Hann ýtti jafnframt á eftir Rússum og Kínverjum til þess að samþykkja refsiaðgerðir vegna hegðunar Írana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×