Fráleit ásökun um óheiðarleika 5. desember 2006 12:05 Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir. Fréttir Innlent Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir.
Fréttir Innlent Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira