Erlent

Leita aðstoðar í Rússlandi

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. MYND/AP

Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð við rannsókn á dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinekons. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni.

Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Rússlandi segir stjórnvöld í Moskvu hafa myrt Litvinenko og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis. Hann situr nú í fangelsi í Rússlandi, og óttast lögfræðingar mannsins um líf hans.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sagt að ef Bretar haldi því fram að rússnesk stjórnvöld hafi komið að morðinu á Litvinenko eigi samskipti landanna tveggja eftir að versna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×