Erlent

Mannskæðar árásir í Bagdad

Bagdad í morgun.
Bagdad í morgun. MYND/AP

30 hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu sem var að flytja sjía-múslima í norðurhluta Bagdad. 14 týndu lífi og fjórir særðust. Stuttu síðar sprungu þrjár bílsprengjur í suðurhluta Bagdad. Þar féllu 16 manns og talið að vel á þriðja tug vegfarenda hafi særst.

Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali við BBC í gær að ástandið í Írak nú væri verra en borgarastyrjöld. Hann tók einnig undir það að líf almennra Íraka væri verra nú en á valdatíma Saddams Hússeins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×